Guðmundur Ingvarsson aftur í bílana

http://www.fib.is/myndir/Fiat_logo.jpg

Guðmundur Ingvarsson sem áður var framkvæmdastjóri og einn eigenda bílaumboðsins Ingvars Helgasonar hf. hefur ásamt öðrum keypt Fiat umboðið á Íslandi og stofnað nýtt fyrirtæki um rekstur þess. Fyrirtækið nefnist Bílaumboðið SAGA. Bílablað Morgunblaðsins greinir frá þessu í dag.

Fiat umboðið á Íslandi höndlar auk Fiat bíla með Alfa Rome, Maserati, Ferrari bíla og Ducati mótorhjól. Þá er stór hluti þeirra húsbíla sem byggðir eru í Evrópu byggðir á undirvagn frá Fiat og hefur húsbílum fjölgað mjög hér á landi undangengin tvö ár auk þess sem mikill fjöldi erlendra ferðamanna á húsbílum heimsækir Ísland á hverju sumri. Guðmundur segir við Morgunblaðið að hann hyggist ekki síst þjónusta eigendur þessara bíla framvegis.

Fyrirtækið nýja stefnir á að ná 5% markaðshlutdeild í sölu nýrra bíla Íslandi og Guðmundur segir við Morgunblaðið að hann sé bjartsýnn á framtíð Fiat á Íslandi. Fiat hafi rifið upp gæðamálin hjá sér og seljist vel í Evrópu og sé t.d. söluhæsta bíltegundin í Danmörku.

http://www.fib.is/myndir/Fiatsport_6898.jpg
Frumleiki og formfegurð er allsráðandi í hönnun þessa Fiat sportbíls. Bíllinn sjálfur er enn á hugmyndarstigi og er myndin tekin á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir og lýkur á sunnudag.