Hægst hefur á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum

Hægst hefur á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Fyrstu vikuna í apríl var töluverður samdráttur, eða um tæp 28%, miðað við sama tíma á síðasta ári.

Í síðustu viku tók bílasala kipp og var um 2% meiri en fyrir ári síðan. Bílasala var sérlega góð í mars en þá voru nýskráningar alls 1833. Það sem af er árinu eru nýskráningar alls 4.032 en á sama tíma í fyrra voru þær 3.947 talsins.

Fyrstu 14 vikur ársins er nýskráningar til almennra notkunar rúm 56% og til bílaleiga 43,2%. Bílamerkið Tesla er með flestar nýskráningar á þessu tímabili, alls 629 bifreiðar. Toyota er í öðru sært með 592 bíla, og Kia kemur í þriðja sæti með 558. Dacia er í fjórða sæti með 332 og Volkswagen 230.

Hlutfall rafmagnsbíla það sem af er árinu er 42,5%. Tengiltvinn bílar koma í öðru sæti með 26,8% hlutfall og þar á eftir koma hybrid bílar með 18,3%. Dísil bílar eru 13,5% og bílar sem ganga fyrir bensíni eru 12% hlutfall í nýskráningum.