Hægt verður að fylla á vetnisbíla hringinn í kringum landið

Franska fyr­ir­tækið Qair hef­ur keypt 50% hlut Ork­unn­ar í Íslenska vetn­is­fé­lag­inu. Hug­mynd­in er að byggja upp vetn­is­stöðvar hring­in í kring­um Ísland. Íslenska vetn­is­fé­lagið er dótt­ur­fé­lag Ork­unn­ar. Vetn­is­fram­leiðsla mun fara fram á Grund­ar­tanga. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ork­unni. 

Ætlunin er að fjölga vetnisstöðvum félagsins úr tveimur í sex. Verður þá hægt að fylla á vetnisbíla hringinn í kringum landið en um 30 vetn­is­bíl­ar á suðvest­ur horn­inu í dag.

Margir bílaframleiðendur hafa sýnt vetnistækninni áhuga og er von á fjölda nýrra gerða vetnisbíla á komandi árum. Ætti vetnið m.a. að henta vel sem orkugjafi fyrir vöruflutninga þar eð vetnistækin þyngja ekki flutningabílana og stuttan tíma tekur að fylla tankinn. Rafgreinir verður settur upp á Grundartanga til að framleiða meira vetni fyrir íslenska markaðinn.

Mik­ill áhugi er fyr­ir þess­um græna val­mögu­leika, sér­stak­lega þegar kem­ur að þunga­flutn­ing­um þar sem öku­tæk­in munu draga veru­lega úr kol­efn­is­spori, og er því áætlað að vetn­is­bíl­um fjölgi hratt þegar innviðir styrkj­ast, bæði fólks­bíl­ar og flutn­inga­bíl­ar.

Hvað er vetni? Til upplýsinga þá er vetni lofttegund sem er til staðar í miklu magni í alheiminum en á jörðinni fyrir finnst hún að mestu leyti í vatni og lífrænum efnasamböndum. Nýta má vetni til að knýja bíla en þá þarf hreint vetni til að setja á bílana. Ein leið til að framleiða vetni er með rafgreiningu vatns sem skilur að vetni og súrefni úr vatnssameindunum. Rafgreining er orkufrek og byggir á raforkunotkun, en að loknu framleiðsluferlinu er vetninu safnað saman og geymt á þrýstihylkjum sem orkuberi rafmagns í sama skilningi og rafhlöður. Þar sem rafmagn á Íslandi er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum þá er vetni framleitt hér einnig endurnýjanlegt.