Hækkun í fyrradag – lækkun í gær

Gömlu olíufélögin hækkuðu verð á bílaeldsneyti í fyrradag um tæpar tvær krónur en tóku til baka í gær um fjórðung hækkunarinnar á bensínverðinu.
Algengasta verð í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð á höfuðborgarsvæðinu á bensíni er nú kr. 106,70 og á dísilolíu kr. 54,10.
Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn nú kr. 105,20 og dísilolían kr. 52,70. Hjá Orkunni kostar bensínið það sama og hjá Atlantsolíu en dísilolían er 10 aurum ódýrari.