Hard Rock Cafe Reykjavik nýr afsláttaraðili FÍB

Félagsmenn munið að framvísa félagsskírteininu!
Félagsmenn munið að framvísa félagsskírteininu!

Veitingastaðurinn Hard Rock Cafe Reykjavik opnaði í gær í nýuppgerðum húsakynnum að Lækjargötu 2. Meðal þess sem verður að finna á Hard Rock er trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi svo eitthvað sé nefnt. 

Félagsmenn: Munið að framvísa félagsskírteini á Hard Rock Cafe Reykjavik, 10% afsláttur af öllu nema áfengum drykkjum.
Nánar: Félagsmenn FÍB hafa aðgang að einum stærsta afsláttarklúbbi í heimi Show your Card!  

,,Veitingastaðurinn er hinn glæsilegasti í alla staði og hefur hvergi verið til sparað. Innréttingar eru sérhannaðar frá grunni og öll tæki og græjur eins og best verður á kosið. Staðurinn er 1000 fermetrar að stærð og mun taka 168 manns í sæti á efri hæð staðarins og í kjallara verða sæti fyrir 80 manns. Hægt verður að taka út borð í Hard Rock kjallaranum fyrir tónleika og stærri hópa. Þar verður svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum," er haft eftir Stefáni Magnússyni, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe Reykjavik, í fréttatilkynningu.

Hard Rock er eitt þekktasta vörumerki heims og rekur 202 staði í 71 landi, þar af 168 veitingahús, 23 hótel og 11 spilavíti. Hard Rock á stærsta rokk- og poppminjasafn heims sem er til sýnis á stöðum fyrirtækisins víðsvegar um heiminn. Hard Rock býður mikið úrval af tísku- og tónlistartengdum varningi sem nýtur gríðarlegra vinsælda meðal aðdáenda Hard Rock. Fyrirtækið á og rekur staði undir merkjum Hard Rock í öllum helstu stórborgum heims ásamt vinsælum ferðamannastöðum á borð við Reykjavík.