Hart tekið á umferðarofbeldi í Þýskalandi

The image “http://www.fib.is/myndir/Autobahn.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Danskur ökumaður á ferð á hraðbraut í Þýskalandi nýlega var stöðvaður af lögreglu og látinn greiða á staðnum 270 þúsund ísl. króna sekt fyrir ruddaskap í umferðinni. Um svipað leyti var þýskur ökumaður dæmdur í óskilorðsbundið þriggja ára fangelsi fyrir umferðarruddaskap sem leiddi til þess að ökumaður mótorhjóls féll á hjólinu og slasaðist alvarlega. Háttarlag bílstjórans var meðhöndlaðsem morðtilræði fyrir dómstóli.

Þýsk yfirvöld hafa hert viðurlög og refsingar fyrir það sem þarí landi er nefnt aftaníossaökulag á hraðbrautunum og annan ruddaskap í umferðinni. Þetta ökulag felst í því að ruddarnir telja að aðrir aki of hægt og séu fyrir sér. Þá aka þeir mjög þétt aftan við næsta bíl fyrir framan í því skyni að þvinga hann til að færa sig af akreininni.

Danski ökumaðurinn, sem samkvæmt frétt Ritzau fréttastofunnar er búsettur í London, ók Audi A8 bifreið sinni á allt að 200 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði var 120 km/klst. Þegar hann dró aðra ökumenn uppi sem óku á leyfðum hámarkshraða „lá“ Daninn þétt aftan við þá bíla sem hann vildi burt af akreininni niður í allt að eins metra fjarlægð.

En vegalögregla sá til mannsins og stöðvaði hann og sektaði sem fyrr segir um 270 þúsund ísl. kr. og var manninum gert að ljúka málinu með flví að greiða sektina á staðnum eða fara ella í gæsluvarðhald þar til hann yrði leiddur fyrir dómara.

Samkvæmt fréttinni þykir Daninn hafa sloppið nokkuð vel frá sínu máli, í það minnsta miðað við Þjóðverja sem lét mótorhjólamann eitthvað fara í taugarnar á sér. Til að kenna mótorhjólamanninum lexíu tróðst Þjóðverjinn upp að hlið mótorhjólsins og snöggbeygði þar að hjólinu. Bíllinn snerti afturhjól mótorhjólsins sem féll á um 80 km hraða á veginum og slasaðist ökumaður hjólsins alvarlega.

Dómarinn taldi að bílstjóranum hefði átt að vera ljóst hvaða afleiðingar ökulag hans gæti haft og því væri hegðun hans annað og verra en einhverskonar sjálftaka og kennslustundí umferðarrétti heldur morðtilræði og dæmdi manninn samkvæmt því. Refsingin varð af þeim sökum þriggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi, ævilöng ökuleyfissvipting og loks var bíllinn gerður upptækur.