Hátt í 800 þúsund manns hafa sótt bílasýninguna í Genf

Bílasýningunni í Genf í Sviss lýkur um helgina en hún hefur staðið yfir frá 9. febrúar. Þetta var í 87. skipti sem þessi bílasýning er haldin og vekur hún ávallt geysilega mikla athygli.

Sýningin dregur til sín hátt í 800 þúsund gesti og blaðamenn víðs vegar að úr heiminum eru tíu þúsund talsins. Bílaframleiðendur hafa frumsýnt marga nýja bíla en eitt af mikilvægustu verkefnum sýningarinnar er að koma fram með nýjungur og þróunina á bílamarkaðnum hverju sinni.

Bílaáhugamenn eru flestir á einu máli um að vel hafi tekist til að þessu sinni. Þróunin er hröð í allri tækni og ekkert annað en spennandi tímar fram undan. Vakið hefur eftirtekt að að sýningin í ár er furðu litrík og hefur appelsínugult vakið athygli sem og blái liturinn.

Umhverfisvænir bílar eru áberandi á sýningunni og ljóst að æ fleiri muni festa kaup á þeim bílum á næstum árum.