Heimsfrumsýning á XCeed

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Kia mun heimsfrumsýna 26. júní nýjan og sportlegan XCeed. Bíllinn er crossover með coupe lagi og er mjög sportlegur í útliti og er með farangursrými sem er sambærilegt og bílar í jepplingaflokki.

Bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu.

XCeed er rúmgóður að innan og hærri en venjulegur fólksbíll. Aðgengi í bílinn er því mjög gott bæði fyrir ökumann og farþega. Ökumaður situr hærra en í fólksbíl og hefur því gott útsýni yfir veginn.

XCeed verður fyrst fáanlegur með bensínvél en mun einnig bjóðast í Plug-in Hybrid útfærslu á næstu misserum.