Heimsmetshafar heiðraðir af FIA

The image “http://www.fib.is/myndir/Mercedesbenz.e320cdi.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mercedes Benz E 320 CDI.
Á uppskeru- og verðlaunahátíð FIA sem haldin var í Monaco sl föstudagskvöld hlaut hópur ungra Mercedes Benz ökumanna viðurkenningu fyrir nýtt heimsmet í þolakstri sem sett var sl. sumar á Mercedes Benz dísilbílum. 30 ökumenn skiptust á um að aka þremur Mercedes Benz E 320 CDI bílum viðstöðulaust eins hratt og lengi og þeir þyldu. Aðeins var stansað til að taka dísilolíu og skipta út ökumönnum en bílarnir voru í gangi allan tímann. Aksturinn fór fram í Laredo í Texas. Bílarnir voru ekki sérbúnir að neinu leyti heldur einungis venjulegir bílar eins og eru á almennum markaði. Dísilvélarnar voru hins vegar af nýrri gerð. Þær eru V6 vélar og leystu sl sumar af hólmi eldri fimm og sex strokka fólksbíladísilvélar Mercedes Benz. Afl vélanna er 165 kW.
Bílarnir voru allir af gerð E 320 CDI. Einum bílanna var ekið 100 þúsund kílómetra, öðrum 80 þúsund kílómetra og þeim þriðja 160 þúsund kílómetra. Meðalhraði bílanna var þannig að sá sem hraðast fór ók að meðaltali á  225,9 km hraða á klst. Sá næsti ók að meðaltali á  225,5 og sá þriðji á 224,8 km á klst. Allir slógu bílarnir fyrra heimsmet.
Það var Max Mosley forseti FIA sem afhenti ökumannahópnum og fulltrúa Mercedes Benz, Dr. Michael Krämer viðurkenningu FIA fyrir þetta nýja heimsmet. Hann sagði að heimsmetið væri öllum sem að því hefðu staðið til vegsauka og sýndi jafnframt hversu nútíma fólksbíladísilvélar væru  slitsterkar og áreiðanlegar. „Mér sýnist sem þetta heimsmet staðfesti einnig hversu háþróuð dísilvélatæknin hjá Mercedes Benz er,“ sagði Max Mosley ennfremur.
The image “http://www.fib.is/myndir/Benzheimsmetenz.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þrjú heimsmet í höfn og ökumennirnir fagna.