Hekla innkallar 1611 Mitsubishi bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 1611 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse (árgerð 2018) , Outlander og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018). 

Ástæða innköllunarinnar er sú að við eftirlit kom í ljós villa í hugbúnaði fyrir stöðugleikakerfi sem gæti haft áhrif á ABS hemlakerfi virki ekki sem skyldi. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu sem tekur um það bil 20. mínútur. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.