Hekla innkallar 1820 Mitsubishi

Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi af gerðinni ASX, Eclipse Cross og Outlander árgerð 2017 til 2020. Ástæða innköllunar er sú að vegna forritunarvillu er hætta á að árekstrarviðvörunarkerfi að framan (FCM) greini ranglega myndir frá myndavél bílsins og virkjar sjálfvirka hemlun og viðvörunarskilaboð.

Hættan felst í að sjálfvirk nauðhemlun eykur hættu á að ekið sé aftan á bifreiðina. Bílaumboðið Hekla hefur upplýsingar um 1820 bíla skráða á Íslandi og  verður eigendum þeirra sent bréf vegnar innköllunarinnar.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.