Hekla innkallar 246 Volkswagen Polo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Polo  bifreiðar af árgerð 2018 og 2019.  Um er að ræða 246 bifreiðar. 

 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í bifreiðum með skálabremsum að aftan gæti stilliró í handbremsu ekki virkað sem skildi.  Við skoðun er handbremsa könnuð og lagfærð ef þurfa þykir.

 Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.