Hekla innkallar Volkswagen

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 20 Volkswagen Golf og Volkswagen T-Roc bifreiðar sem framleiddar voru á árið maí til ágúst 2018 . Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að suða fyrir höfuðpúðafestingar í aftursæti séu ekki eins og hún á að vera.

Ef suða reynist gölluð getur stuðningur höfuðpúða verið ófullnægjandi ef árekstur á sér stað. Viðgerð felst í að suða höfuðpúðafestinga verður skoðuð og ef ástæða þykir verður skipt um aftursætisbak. Eigendum bílanna verður sent bréf vegna innköllunar á næstu dögum.  

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.