Hellisheiðin lokuð á miðvikudag

Vegna fram­kvæmda verður Hell­is­heiði lokað á morg­un frá klukk­an átta um morg­un­inn til miðnætt­is. Um­ferð verður beint um hjá­leið um Þrengsli á meðan lok­un stend­ur.  Þeir sem eiga er­indi í Hell­is­heiðar­virkj­un verður þó hleypt í gegn. 

Stefnt er á að mal­bika ak­rein­ar í aust­ur á Hell­is­heiði. Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 08:00 til kl. 00:00.

„Í til­kynn­ingu frá Colas, fyr­ir­tæk­inu sem sér um fram­kvæmd­ina kemur fram að veg­far­end­ur eru beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.