Í samgönguáætlun er ekki ætluð króna til framkvæmda við helstu leiðir til og fá höfuðborgarsvæðinu

„Í samgönguáætlun er ekki áætluð króna til framkvæmda við þessa helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu sem eru hættulegustu leiðir landsins,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Með þessum samgöngubótum gætu fengist 25 milljarðar króna á ári í arð inn í samfélagið. Þetta kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á morgunvakt Rásar 2 í morgun.

Fram kom í máli Runólfs á Morgunvaktinni að Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar og samgönguráðherra, hafa bent á að umferðarslysin kosta samfélagið einhvers staðar á bilinu 55 til 60 milljarða króna árlega samkvæmt áætlun frá Hagfræðistofnun Háskólans meðal annars.

,,Það er talið að þessir þrír meginvegir, ef akstursreinar verða aðskildar, að það geti sparað samfélaginu um það bil 25 milljarða á ári. Við erum að tala um að klára þessar framkvæmdir á þessum þremur vegum áætla menn 60 milljarða. Við erum að fá 25 milljarða á ári í arð inn í samfélagið. Auðvitað er ekki allt til ríkisins. Stór hluti er heilbrigðisþjónustan, stór hluti er félagsþjónustan, stór hluti er bara almenningur sem verður fyrir minna tjóni bæði vegna slysa og muna. Stærsti ávinningurinn er auðvitað sá mannlegi harmleikur sem verður vegna slysanna. Maður segir bara: Af hverju eru menn ekki byrjaðir á þessu?“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Runólf á Morgunvaktinni hér.