Hér hefur ríkt klassískur fákeppnismarkaður í mörg ár

Áhrifa Costco með innkomu sinni á bensínmarkaðinn um helgina gæti eflaust haft þau áhrif á næstu dögum að íslensku olíufyrirtækin sæju sig knúin til að lækka verðið.

Á mbl.is kemur fram að hlutabréf olíufélaganna hafa lækkað frá opnum markaða í morgun.

Verð á bensínlítranum í Costco er 169,9 krónur en til samanburðar kostar lítrinn 197,9 krónur hjá N1 og hjá Skeljungi 199,40 krónur.

Haft er eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í fjölmiðlum í morgun að fagna beri þessum fréttum. „Það sé mjög ánægjulegt að sjá að við séum að fá alvöru samkeppni inn á þennan markað,“ segir Runólfur í samtali við mbl.is.

Íslenskir neytendur hafa þurft að lifa við hærri álagningu

Runólfur segir að á Íslandi hafi fengið að ríkja klassískur fákeppnismarkaður í mörg ár.

„Verðið hjá Costco styður það sem við höfum verið að benda á og samkeppnisyfirvöld staðfest með mjög ítarlegum samantektum á þessum markaði, að íslenskir neytendur hafa þurft að lifa við 20-30 krónum hærri álagningu á eldsneyti en í nágrannalöndum.“

Skoðum hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn

„Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt.Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverslunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti í samtali við visir.is