Hertz lækkar aldursmark leigutaka í Danmörku

The image “http://www.fib.is/myndir/HertzLogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nýja refsipunktakerfið fyrir ökumenn í Danmörku sem sagt er frá í fréttinni hér á undan hefur haft svolítið óvænt hliðaráhrif – þau að bílaleigufyrirtækið Hertz hefur lækkað aldursmark leigutaka úr 23 árum í 21 ár.
Sölu- og markaðsstjóri Hertz í Danmörku segist við FDM í Danmörku, systurfélag FÍB, hafa fulla trú á því að nýja punktakerfinu verði fylgt vel eftir og að það muni  leiða til þess að danskir ökumenn vandi sig betur. Sérstaklega skipti það þó máli varðandi lægra aldursmark leigutaka að kerfið flokki betur frá þá ungu ökumenn sem temja sér kæruleysislegt ökulag með því að svipta þá skírteininu eftir tvö brot. Því sé það fyllilega réttlætanlegt að lækka aldursmarkið.