Hið lífsnauðsynlega veggrip

Árleg sumarhjólbarðakönnun FÍB og NAF í Noregi er komin á heimasíðu FÍB. Prófunin fór fram  í Finnlandi. Í henni var reynt á getu og eiginleika hjólbarðanna í hverskonar sumarfæri hvort heldur sem er á þurrum og votum vegum. Afköst, veggrip og aðrir eiginleikar hjólbarðanna eru mældir nákvæmlega og lokaeinkunn barðanna gefur síðan til kynna hversu öruggir þeir eru undir bílunum okkar.

Miklu skiptir fyrir öryggi þitt og þinna að sumardekkin undir fjölskyldubílnum hafi tryggt og öruggt veggrip við allar aðstæður og sérstaklega í regni og vatnsaga. Félagsmenn geta nálgast könnunina sem og fyrri kannanir, á lokuðu vefsvæði félagsmanna hér: SUMARDEKKJAKÖNNUN FÍB 2016
(Ath. félagsnúmerið finnur þú framan á FÍB skírteininu þínu). 

Hún mun einnig birtast í FÍB blaðinu sem kemur út innan tíðar. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér könnunina og niðurstöður hennar áður en þeir festa kaup á nýjum dekkjagangi undir bíla sína. Setjum öryggið á oddinn.