Hlaðan á Flúðum sú 47. í röðinni

Það ríkti mikil tilhlökkun í vikunni þegar þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair Hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.

Hlaðan er stendur við Icelandair hótelið og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Það eru hjónin Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir sem eiga og reka hótelið og hafa gert síðan 2001.

„Við lítum fyrst og fremst á ON-hlöðuna sem bætta þjónustu við ferðamenn sem heimsækja svæðið, jú og auðvitað við íbúa hér í hreppnum og nærsveitum“, segir Guðmundur.

„Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslum af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu. Hrunamannahreppur leggur mikla áherslu á eflingu umhverfismála og einn liður í þeirri vegferð er að ferðafólk eigi nú betur með að ferðast á vistvænum bílum um svæðið er í takti við sýn heimamanna“, segir Jón G. Valgeirsson sveitastjóri Hrunamannahrepps.

„Hér er margt að skoða og gríðarlega stór hluti ferðamann á leið hér um. Það er sjálfsagt mál og ekki síst safélagsleg ábyrgð okkar að bjóða upp á öfluga hleðslu fyrir þá sem hugað að umhverfinu“, segir Margrét.

Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið, vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna.