Hleðslustöðvum í Þýskalandi fjölgað til muna

Þýsk stjórnvöld hafa áform um að skylda allar bensínstöðvar að þær bjóði ennfremur upp á rafknúna bílhleðslu. Þessi óform eru til komin vegna aukinnar eftirspurnar á rafbílum þar í landi á komandi árum. Framkvæmd þessi ef af verður hefði mikinn kostnað í för með sér en þýska ríkið er tilbúið að borga hana að hluta.

Rafbílaeigendur í Þýskalandi hafa lýst yfir óánægju að hafa ekki nægt aðgengi að hleðslustöðvum og er það talið hafa komið niður á sölu rafbíla. Að að koma upp rafhleðslustöðvum á rúmlega 14 þúsund bensínstöðvum í Þýskalandi mundi auka sölu í rafbílum til muna að mati þýskra stjórnvalda. Þau hafa í hyggju að lækka gjöld á rafbílum til að örva söluna enn frekar.

Rafbílar eiga ennþá langt í land í Þýskalandi en þeir áttu 1,8% hlutdeild í nýskráningum bíla í Þýskalandi á síðasta ári. Í maímánuði einum á þessu ári voru nýkráningar alls 168.148 og að þeim voru rafbílar 5.578. Bensínknúnir bílar voru 51.1% af sölunni, dísilbílar 31,6% og tvinnbílar tæp 18%. Þess má geta að Norðmenn eru í sérflokki hvað rafbíla áhrærir en þar í landi er yfir 50% bílaflotans rafknúinn.

Um 27.500 hleðslustöðvar eru í Þýskalandi í dag og er ætlunin að fjölga þeim í 70.000.