Hleðslustöðvum Tesla fjölgar jafnt og þétt í Evrópu

Bílaframleiðandinn Tesla heldur áfram að fjölgja hleðslustöðvum sínum í Evrópu. Í vikunni sagði talsmaður fyrirtækisins að búið væri að koma yfir 700 hleðslustöðvum. Hver stöð hefur að meðaltali meira en tíu hleðslustaði. Þess má geta að í Svíþjóð eru nú 51 stöð með samtals 590 hleðslutæki.

Tesla hóf uppbyggingu sína í Evrópu 2013 og fyrstu hleðslutækjunum var komið fyrir í Noregi. Hleðslukerfi Tesla þykja einstök en enginn annar bílaframleiðandi hefur lagt svo mikið fjármagn í að stækka eigin innviði.

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur áform uppi að færa enn frekar út kvíarnar í Evrópu. Mikill uppgangur fyrirtækisins gerir því kleift að útvíkka starfsemi og gera hana enn sterkari en nú er. Tesla bílar seljast mjög vel víðast hvar og staða fyrirtækisins aldrei verið sterkari. Í síðasta mánuði voru nýskráningar í Tesla hér á landi 400 talsins.

Það eru fleiri aðilar sem ætla að hasla sér völl á þessu sviði en Ionity, sem stofnað var árið 2017 sem samstarf evrópsku bílarisana BMW, Daimler, Ford og Volkswagen hefur þegar opnað 380 hleðslustöðvar í Evrópu.