Hleðslustöðvum þarf að fjölga til muna í Evrópu

Ef áætlanir stjórnvalda víða í Evrópu ganga eftir, en þær miða að því að fækka farartækjum jarðefnaeldsneytis til muna fyrir árið 2030, þarf verulegt átak í fjölgun hleðlsutækja til almennings og á vinnstöðum svo dæmi séu tekin. Ljóst er að aðgengi að hleðslustöðvum þarf að fjölga um hundruðu þúsunda svo þessar áætlanir ná fram að ganga.

Mikil vinna sé því fram undan í uppbyggingu á hleðslustöðum og öðrum þáttum sem lúta að rafbílavæðingunni sem nú blasir við. Áratugur er til stefnu og eins gott að láta hendur standa fram úr efnum að mati ráðgjafaráð Evrópusambandsins í hreinum samgöngum, ICCT.

Í þessari umræða er Bretland nefnt til sögunnar en þar er rafbílavæðingin ekki eins langt á veg komin í samanburði við Norðurlöndin. Engu að síður eru rafhleðslustöðvar á Bretlandi taldar vera oðnar hátt í tíu þúsund. Flestar þeirra aðeins með einni hleðslusnúru og það skýrir ef til best út af hverju hleðslustöðvar eru nú orðnar svo margar. Bæta þarf þennan þátt til að mæta þörfinni á næstu árum.