Hlutdeild rafmagns- og tengiltvinnbíla hnífjöfn

Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru flestar nýskráningar í október í Hyundai bifreiðum, alls 122. Toyota bifreiðar komu í næsta sæti með 84 bíla og Volvo var í þriðja sæti með 71. Nýskráningar fólksbifreiða voru alls 1020 í október en það sem af er árinu eru þær alls orðnar 10.658. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 8.008 og nemur aukningin um 32%.

Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök.

Fyrstu tíu mánuði ársins er hlutdeild rafgmagnsbíla 24,9% og þar rétt á eftir koma tengilstvinnbílar með 24,8%. Hybrid bílar eru í þriðja sætinu með 19,5% hlutdeild. Bensínbifreiðar eru 17,8% og dísil 13,0%.

Af heildarsölu nýskráðra fólksbifreiða er 60,7% til almennra notkunar og til bílaleiga 38,2%.