Hlutfall Toyota í nýskráningum 18%

Bílasala það sem af er árinu er með líflegasta móti. Nýskráningar fólksbifreiða til 15. maí, eða fyrstu 18 vikur þessa árs, eru orðnar 5.670. Á sama tíma á síðasta ári voru þær 3.150 og því er aukningin um 61.5% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Fram kemur að hlutfall Totoya í nýskráningum er alls 18% en þær eru orðnar 1.019 það sem af er árinu.Skráningar Toyota skera sig nokkuð úr því næsta bílamerki, Hyundai er í öðru sæti með 10,7% hlutdeild, alls 605 bíla. Kia er í þriðja æsti með 555 bíla og 9,8% hlut deild. Í næastu sætum koma Mitsubishi með 555 bíla og 9,7% hlutdeild. Nýskráningar í Tesla eru alls 341, Volvo 257.

Það sem af er árinu er hlutdeild nýorkubíla, rafmagn, hybrid og tengiltvinnbíla alls 78.8%. Bensínbílar eru 11,% og dísil tæp 10%.

Bílar til almennra notkunar eru alls 54,9% og til bílaleiga 44,3%.