Honda CR-Z

Honda CR-Z hefur verið valinn bíll ársins í Japan að þessu sinni af þarlendum bílablaðamönnum.

Bíll ársins í Japan er útnefndur af nefnd 60 blaðamanna og varð Honda CR-Z hlutskörpust í lokaatkvæðagreiðslu blaðamannanna og vann þar með nauman sigur á Volkswagen Polo.  Venjulega eru það japanskir bílar sem nánast einoka val á bíl ársins í Japan. En VW Polo náði að þessu sinni óvenju hátt og aldrei áður hefur erlendur bíll náð jafn langt og að þessu sinni.

Í þriðja sæti varð svo Suzuki Swift. Peugeot RCZ varð í fjórða sæti og Nissan March í því fimmta.