Honda flutt á Krókháls 13

Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar.

Bílaumboðið Askja er með umboð fyrir bæði Honda og Kia sem og Mercedes-Benz sem er með höfuðstöðvar í næsta húsi á Krókhálsi 11.