Hraðahindranir og þrengingar til að bæta öryggi á Akureyri

Settar hafa verið upp hraðahindranir og þrengingar á Austursíðu til að draga úr umferðarhraða og bæta umferðaröryggi í hverfinu.

Settar hafa verið upp hraðahindranir og þrengingar á Austursíðu til að draga úr umferðarhraða og bæta umferðaröryggi í hverfinu. Aðgerðirnar eru svar við ítrekuðum ábendingum íbúa í Síðuhverfi um að gera þurfi úrbætur í nágrenni götunnar.

Umferð á Austursíðu hefur aukist verulega á undanförnum misserum í tengslum við uppbyggingu verslunar- og þjónustu við Norðurtorg. Á fundi skipulagsráðs 26. mars 2025 var því samþykkt að ráðast í bráðabirgðaaðgerðir á svæðinu.