Hraunið flæðir yfir Grindavíkurveg

Hraunið úr eld­gos­inu sem hófst í morg­un er byrjað að flæða yfir Grinda­vík­ur­veg við afleggjarann að Bláa lóninu. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála vegna eldgossins sem hófst um klukkan sex í morgun.

Sprungan er um 3 km löng, liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Unnið er að því að loka opum á varnargörðum á svæðinu.