Hreinni útblástur frá bensínbílum frá 2006

The image “http://www.fib.is/myndir/Logo-Bosch.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Bensínvélar í bílum verða bæði mengunarminni og neyslugrennri í náinni framtíð en þær hafa nokkru sinni áður verið. Ástæðan er endurbætt innsprautunarkerfi.
Það er þýska stórfyrirtækið Robert Bosch sem þegar er byrjað að framleiða þessi endurbættu innsprautunarkerfi sem dæla bensíngufu beint inn í brunahólf vélanna, svipað eins og gerist í dísilvélum. Nýju Bosch-innsprautunarkerfin verða í mjög mörgum tegundum og gerðum bíla sem framleiddir eru í Evrópu frá og með 2006 árgerðunum.
Loftengun frá vélum í fólksbílum hefur minnkað stórkostlega á síðustu árum þótt annað mætti ætla af málflutningi margra sem leggja vilja hömlur á almennra bílaeign og bílanotkun. Svo nefnt sé dæmi af nýjustu gerð af fólksbíl með 100 ha. vél þá er loftmengun frá slíkum vagni um það bil 1/12 þeirrar mengunar sem sambærilegur 15 ára gamall bíll gaf frá sér.