Hreinsun gatna og stíga

Vinna við hreinsun á götum og stígum er komin á fullan skrið í Reykjavík. Byrjað var nokkru fyrir páska, en veður setti strik í reikninginn því götusópar geta ekki unnið þegar hitastig er við frostmark. Unnið var á skírdag og annan í páskum til að vinna upp daga sem féllu út af því kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg

 Björn Ingvarsson stjórnandi hjá þjónustumiðstöð borgarlandsins segir að fjölförnustu leiðirnar verði hreinsaðar fyrst. Allir helstu göngu- og hjólastígar, sem og stofnbrautir og tengigötur.

 „Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og gangstéttar, sem eru sópaðar og þvegnar,“ segir Björn.