Hringbrautin gerð öruggari

Vegagerðin vinnur nú að því að setja upp vegrið á Hringbraut á um 700 m. kafla.  Hér er um að ræða kaflann frá Reykjahlið, undir Bústaðaveg og að Vatnsmýrarvegi.

Fjöldi umferðaróhappa, sumra mjög alvarlegra, hafa orðið á þessum kafla. 

http://www.fib.is/myndir/Hringb.1.jpg
http://www.fib.is/myndir/Hringb.3.jpg
http://www.fib.is/myndir/Hringb.4.jpg
Vegrið sett upp á miklum slysastað á Hring-
brautinni skammt frá Rauðarárstíg.

Á miðeyjum þessa hluta Hringbrautar og reyndar á fleiri stöðum er girðing til að varna því að fólk fari yfir götuna.  Þessi girðing er mjög varhugaverð allri annarri umferð, enda ekki hönnuð sem umferðargirðing, heldur fremur sem girðing á útivistarsvæði. Girðingin er því ekki til þess fallin að aðskilja akstursstefnur og varna því að bílar geti rekist saman við umferð úr gagnstæðri átt. 

Mörg slys hafa orðið á fólki í bílum sem rekist hafa á þessa girðingu í gegn um árin við það að stálteinar þeir sem hún er samsett úr, hafa losnað og stungist í gegn um bíla og í fólkið sem í þeim er. Það hefur því lengi verið brýnt  að þessi girðing sé fjarlægð eða varin með vegriði eins og nú er verið að gera á þessum þjóðvegi í þéttbýli sem Hringbrautin er.

Ásstæða er til að fagna þessu nauðsynlega framtaki Vegagerðarinnar og vonast til að áfram verði haldið á sömu braut og fleiri slysastaðir á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins sem og annarsstaðar í vegakerfinu verði lagfærðir fljótt og örugglega.