Hringvegurinn allur með bundnu slitslagi

Vegagerðin hefur hleypt umferð á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Þarna er um að ræða 4,9 km langan vegarkafla sem nú er með bundið slitslag. Þetta eru tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn allur er með bundnu slitslagi.

Samkvæmt Vegagerðinni verður formlega vígsla þessa vegakafla þann 14. Ágúst. Haft var eftir Sveini Sveinssyni, svæðisstjóra hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, að um stóra stund væri að ræða en það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum.

Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan.

Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar.

Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði.