Hröð þróun í framleiðslu rafhlaðna mun auka drægi rafbíla til muna

Venjulegur  rafmagnsbíll  losar  helmingi  minna  af  gróðurhúsalofttegundum  heldur en  eldneytisknúin  bíll.  Ennfremur  í  þeim  löndum  þar  sem  rafmagnsframleiðsla er  mjög  vistvæn  og  sjálfbær  eins  og  t.d.  Noregi  og  Íslandi  er  munurinn  á  milli  rafmagnsbíla  og  eldsneytisknúninna  bíla  enn  meiri  þegar  kemur  að  losun gróðurhúsalofttegunda. 

Þetta  kemur  fram  í  skýrslu  sem  ICCT,  alþjóðasamtök um  hreinar  samgöngur,  lét  vinna  og  birti  nú  á  vormánuðum. Framleiðsla  á  rafmagnsbílum  veldur  þó  meiri  losun  gróðurhúsalofttegunda  en  eftir  tvö  ár  í  notkun  er  rafmagnsbíllinn  byrjaður  að  borga  sig.  Í  löndum  á  borð  við  Noreg  og  Ísland  þar  sem  rafmagnsframleiðsla  er  sérlega  vistvæn  er  rafmagnsbíllinn  þó  byrjaður  að  sanna  gildi  sitt  á  innan  við  hálfu  ári. 

Helmingur  þeirra  mengunar  sem  rafhlöðurnar  losa  kemur  í  framleiðsluferlinu  en  það  er  þó  jafn  mikil  mengun  og  við  framleiðslu  á  venjulegri  sprengihreyfilsvél. Mengun  frá  framleiðslu  rafhlaðna  í  rafmagnsbíla  er  líkleg  til  að  minnka  gífurlega  á næstum  áratugum,  einkum  vegna  hreinni  orku  sem  notuð  er  við  framleiðsluna.

Áætlað  er  að  notkun  endurunninna  hráefna  muni  minnka  losun gróðurhúsalofttegunda  um  7-17%  og  þróun  á  framleiðslu  rafhlaðna  muni minnka  mengun  enn  frekar.  Talið  er  að  þær  rafhlöður  sem  eru  nú  í  þróun  muni minnka  losun  gróðurhúsalofttegunda  um  47  grömm  á  hvern  kílómetra  eða  um  36%,  miðað  við  fyrri  tækni.  Þróun  í  framleiðslu  rafhlaðna  mun  einnig  auka  drægi  rafbíla  svo  um  munar,  eða  um  50%  sem  gefur  þeim  enn  meira  forskot  fram  yfir  eldneytisknúna  bíla.

Alheimsmarkmiðið  fyrir  árið  2050  er  að samgöngur  verði  með  öllu  lausar  við  losun  gróðurhúsalofttegunda.  Þó  rafmagnsbílar  séu  ekki  fullkomnir  og  hafi  sætt  nokkurri  gagnrýni  verða  þeir  þó  að  teljast  góður  arftaki  eldsneytisknúinna  bíla  og  skref  í  rétta  átt  að  settu  markmiði.