Hugmyndirnar illa ígrundaðar og standast illa skoðun

Áætlað er að verð á rafbílum hækki á bilinu 600 þúsund til milljónar á næsta ári. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gangrýnir harðlega óform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2023 sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á fundi í gær kom m.a. fram að nýtt 5% lág­marks­vöru­gjald verður sett á bif­reiðar á næsta ári og mun þá full­ur af­slátt­ur vegna raf­magns­bíla vera úr sög­unni.

Verið að leggja nýjar álögur á fólk í gegnum ökutækin og bifreiðanotkun

Fram kom í máli Runólfs Ólfssonar í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi að um væri að ræða bara gamaldags skattahækkun. Það er verið að leggja nýjar álögur á fólk í gegnum ökutækin og bifreiðanotkun.

Vörugjaldið geti hækkað um 15% í sumum tilvikum

„Þetta verður bara ákveðinn farartálmi og ég held að menn hafi ekki reiknað til enda hvaða áhrif þetta hefur. Þannig að ég held því miður að þessar hugmyndir séu bara illa ígrundaðar og þær bara standast illa skoðun. Stjórnvöld sjá fyrir sér að geta aflað tæpra fimm milljarða króna á næsta ári með því að hækka þessi gjöld og í sumum tilvikum segir Runólfur að vörugjaldið geti hækkað um 15%. Ofan á það koma væntanlegir vegtollar.

Bitnar verst á þeim sem hafa minna á milli handanna

Runólfur sagði ennfremur að þessar hækkanir sem Bjarni boðar koma ofan á þeim hækkunum sem boðaðar eru í gegnum vegtolla. Ég veit ekki hvort menn séu að gera þetta með réttu hugarfari að vera að fara inn í til dæmis kjarasamninga. Svona hækkanir bitna verst á þeim sem minna hafa á milli handanna.