Hundrað milljón Volkswagen bílar frá 1945

The image “http://www.fib.is/myndir/VW_Logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/VWTouran.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þann 24 maí sl. rann silfurgrár Volkswagen Touran 1,9 TDI dísilbíll af færibandinu í VW verksmiðjunni í Volfsburg í Þýskalandi. Bíllinn er hundrað milljónasti Volkswagenbíllinn sem smíðaður hefur verið.
Það var gamla bjallan sem lagði grunninn að veldi Volkswagen. Upphaf hennar er að rekja til Þýskalands nasismans og sjálfur Adolf Hitler fyrirskipaði framleiðslu á bíl fyrir hið glæsta þýska fólk – Fólksvagn. Bílahönnuðurinn snjalli, Ferdinant Porsche var fenginn til að hanna bíl sem átti að vera einfaldur að allri gerð og ódýr í framleiðslu og rekstri en þó sterkur, hraðskreiður á þess tíma mælikvarða og þolinn. Reistur var nýr verksmiðjubær sem nefndur var Úlfaborg, eða Volfsburg og nokkur eintök af frumgerð bjöllunnar voru sýndar almenningi 1935. En fólkið í Þýskalandi Hitlers fékk ekki að njóta þessa ágæta bíls því að verksmiðjan í Volfsburg var tekin undir hergagnaframleiðslu og var m.a. smíðaður þar bíll sem byggður var á undirvagni bjöllunnar hans Ferdinants Porsche. Það var ekki fyrr en í stríðslok árið 1945 að framleiðsla hófst loks á bjöllunni undir stjórn bresks herforingja. Smíðaðar voru 1.800 bjöllur það árið í Volfsburgverksmiðjunni sem þá var að miklu leyti í rúst eftir loftárásir Bandamanna. Flestar þessar 1800 bjöllur fóru í hendur herforingja og starfsmanna setuliðs Bandamanna í Þýskalandi sem líkaði vel. Og bíllinn sló umsvifalaust í gegn og framleiðslan jókst jafnt og þétt. Fimm árum síðar var búið að framleiða 100 þúsund bjöllur og VW rúgbrauð – sendiferðabílinn sem byggður var á sama undirvagninum. En velgengnin hélt áfram og til þessa dags hafa um það bil 21,5 milljón bjöllur verið smíðaðar og 23 milljónir VW Golf bíla, 13 milljón Passat og 9 milljón VW Polo.
Með ört vaxandi eftirspurn eftir bjöllunni stækkaði verksmiðjan í Volfsburg jafnt og þétt og verksmiðjur voru reistar víðar um heimsbyggðina eins og í Brasilíu árið 1953, sendiferðabílaverksmiðja í Hannover í Þýskalandi 1955, verksmiðja í S. Afríku 1956 og Kassel í Þýskalandi 1957. 1964 hóst framleiðsla í Mexíkó og í Emden í Þýskalandi og 1970 í Saltzgitter og 1980 í Argentínu.
Um 1985 hóf Volkswagen samstarf við Kínverja og VW verksmiðja var reist í Shanghai önnur í Changchun 1991. þegar kommúnisminn í A-Evrópu tók að líða undir lok risu upp Volkswagen verksmiðjur í Póllandi, Slóvakíu og á einum fjórum stöðum í gamla A. Þýskalandi.  
The image “http://www.fib.is/myndir/1938VWBeetle.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.fib.is/myndir/2003VWBeetleLast.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Fyrsta Bjallan frá 1938. Hún var fyrst fjöldaframleidd eftir stríðslokin 1945. Til hægri er síðasta bjallan. Hún var smíðuð í Mexíkó árið 2003.