Hvað vissi VW forstjórinn mikið?

Martin Winterkorn fyrrv. forstjóri og stjórnarformaður VW.
Martin Winterkorn fyrrv. forstjóri og stjórnarformaður VW.

Ríkissaksóknarinn í þýska sambandsríkinuer að setja af staðsérstakarannsókn á þætti Martin Winterkorn, fyrrv. forstjóra Volkswagen samsteypunnar í útblástursvindlmálinu. Forstjórinn fyrrverandi hefur verið sakaður um að hafa vitað miklu meira um málið og aðdraganda þess en hann hefur viljað vera láta.

Þýskir fréttamiðlar greina frá þessu og segja að rannsóknin nái einnig til annars fyrrverandi stjórnarmanns í VW sem ekki er nafngreindur. Báðum eru sakaðir um markaðsmisnotkun að því er segir í tilkynningu frá saksóknaranum. Ganga á úr skugga um hvort áþreifanlegar sannanir eða marktækar vísbendingar finnist um þátt þeirra í því að setja búnað í bíla sem brenglaði eða falsaði niðurstöður útblástursmælinga og mögulegum fjárhagslegum skaða sem athæfið olli samfélögum og eigendum bíla með fölsunarbúnaðinum fram til 22. september 2015 þegar VW viðurkenndi loks athæfið.  Saksóknari segir að rannsóknin eiga að leiða í ljós hvort grundvöllur sé til frekari málaferla á hendur VW og forráðamönnum samsteypunnar.

VW-hneykslið komst í hámæli í september 2015 eftir að bandarísk umhverfisyfirvöld staðfestu það að útblástursmælingar á dísilbílum VW inni á skoðunarstöðvum annarsvegar og á vegaakstri hinsvegar gáfu gerólíkar niðurstöður. Frekari athuganir leiddu síðan í ljós að í bílunum var búnaður sem virkjaði mengunarvarnabúnað bílanna þegar þeir voru mældir á skoðunarstöð, en gerði hann annars óvirkan. Þannig virtust bílarnir miklu umhverfisvænni en þeir voru í raun.  Í ljós kom síðan að umræddur svindlhugbúnaður hafði verið settur í 11 milljón dísilbíla VW um allan heim.

Viðbrögð Winterkorns fyrrverandi forstjóra við þessum afhjúpunum voru þau að hann hefði ekkert vitað um þetta og að þröngur hópur verkfræðinga stæði að baki svindlinu, en því áttu og eiga margir erfitt með að trúa. En Winterkorn varð að víkja og við forstjórastöðunni tók Matthias Müller sem þá stýrði Porsche, sem er ein grein VW samsteypunnar. Eftir að Winterkorn vék sæti var það upplýst að strax í maí 2014 höfðu menn innan VW varað yfirstjórnina við að afleiðingar þess að nota svindlbúnað til að fegra útblástursgildi bílanna gætu orðið mjög alvarlegar.