Hvaða bíll fer lengst á tanknum

Það er dýrt að fylla eldsneytisgeyminn á bílnum og sumarleyfistíminn framundan. Af því tilefni hefur sænskur bílavefmiðill, Facit, tekið saman lista yfir þá bíla sem lengst komast á fullum tanknum.

Í sænskri könnun á því hvað fólk hyggst gera í sumarleyfinu svöruðu 44 prósent aðspurðra því að þeir ætluðu í ferðalag á heimilisbílnum. Fyrir þá og svosem okkur hin líka er því ekki ónýtt að vita hvaða bílar það eru sem lengst komast á tankfyllingunni.

Langflestir þeirra sem hyggjast fara í fríið á bílnum segjast velja bílinn vegna þess hversu  óbundinn maður er og ferðalagið verður sveigjanlegt. Ef veðrið er slæmt, má alltaf keyra í burt frá því og finna betra veður annarsstaðar. Þá er hægt að komast á bílnum til staða sem ekki eru í alfaraleiðum almenningsfarartækja.   

Bílferjuútgerðin Stena Line hefur kannað meðal sænskra viðskiptavina sinna hvert þeir stefni í sumarleyfinu. Efst á lista Svíanna eru París og Róm og þar á eftir koma Barcelona og Amsterdam.

Hér fyrir neðan er listi Facit yfir þá bíla sem lengst komast á fullum tanki. Með því að smella á nafn hvers bíls færðu nánari upplýsingar um hann.

 

Tegund/Gerð/Undir-gerð

Drægi í km

Eyðsla l pr. 100 km

Stærð tanksins

Hvar í röðinni2012?

PEUGEOT 508 1,6 e-HDi MCP Active SKY Edition

1800

4

72

4

VOLVO S60 1.6 D2 115 S/S Summum

1744

3,9

68

10

RENAULT Megane 1.5 dCi 110 FAP Exception Tourer

1714

3,5

60

1

VOLVO S80 1.6 D2 115 Summum

1707

4,1

70

6

VOLKSWAGEN Passat TDI 105 BlueMotion

1707

4,1

70

2

VOLVO V70 1.6 D2 115 S/S Kinetic Limited Edition

1667

4,2

70

Ej topp 10

VOLVO V60 1.6 D2 115 S/S Kinetic Limited Edition

1659

4,1

68

Ej topp 10

FORD Mondeo 1.6 TDCI 115 Econetic S/S Titanium 5d Ko

1628

4,3

70

9

OPEL Insignia 2.0 CDTI 160 S/S Edition 5d

1628

4,3

70

7

HYUNDAI i40 1.7 CRDi/115 BlueDrive Select Kombi

1628

4,3

70

8

 http://www.fib.is/myndir/Lengst-tank.jpg