Hvar er hægt fá eldsneyti?

Gengið hef­ur á eldsneyt­is­birgðir á bens­ín­stöðvum víða á Suður­landi og suðvest­ur­horni lands­ins und­an­farna daga. Búist er við því að fjöl­margar elds­neytis­stöðvar loki á næstu dögum en hægt og sígandi gengur á birgðirnar þar sem ekkert er verið að dreifa vegna verfalls olíubílstjóra.

Margar bensínstöðvar eru með skerta þjónustu sem stendur og díselolía farin að tæmast á nokkrum stöðvum. Al­mennt séð er meira krefj­andi að  að halda uppi dísil­birgðum held­ur en bens­ín­inu.

Erfitt sé að spá fyrir um það hve lengi birgðirnar endist.

Á þessum tengli er hægt að sjá hvar hægt er að fá eldsneyti https://aurbjorg.is/bilar/bensin