Hvatinn enn fyrir hendi

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ofsögum sagt að breytingar á ívilnunum í kaupum á rafbílum um síðustu áramót sé ástæðan fyrir minnkandi nýskráningum fólksbíla það sem af er árinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali við ráðherrann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

,,Vissulega borgar nýja kerfið ekki eins mikið með nýjan bílnum og var áður. Engu að síður býðst stuðningur upp að einni milljón við kaup á nýjum bíl sem kostar undir 10 milljónum. Það eru fjölmargir bílar í boði á því verði. Það voru margir sem festu kaup á nýjum bíl á síðustu mánuðum síðasta árs, óvenju margir. Þessi hópur keypti auðvitað ekki nýjan bíl á fyrstu mánuðum þessa árs, það liggur í augum uppi. Við erum með mjög háa stýrivexti og verðbólgan hefur verið há þó hún sé farin að lækka verulega. Vaxtastigið og fjármögnunin er þar af leiðandi líka há. Við höfum líka séð einkaneysluna fara mjög hratt niður þannig að ég held líka að það sé stór hluti af því að það eru ekki bara hreinorku- og rafmagnsbílar sem seljist minna,“ sagði Sigurðir Ingi.

Sigurðir Ingi sagði bara miklu minni sala á bílum sem og í öðrum varningi. Síðan er það þriðji þátturinn sem er vissa fólks hvort innviðirnir séu orðnir nægilega sterkir, eru nægilegar margar hleðslustöðvar og kemst ég allra minna ferða. Það hefur mikið verið gert í því að efla innviðana og það er mikið í pípunum.

Ávinningur að kaupa rafmagns- eða hreinorkubíl umtalsverður 

,,Ég vil nú bara segja við fólk að það er ekki engin spurning að ávinningurinn að kaupa rafmagns- eða hreinorkubíl og reka hann í dag er umtalsverður fram yfir hina bílana eftir sem áður. Ég held að hvatinn sé fyrir hendi, kerfin eru fyrir hendi og eru að batna. Það er ekki óeðilegt að það komi svona dýfa í sölu eftir mjög mikla sölu á síðasta ári,“ sagði Sigurður Ingi.