Hverju eyðir bíllinn þinn?

http://www.fib.is/myndir/Economy.jpg

Orkusetur hefur nú unnið að því um nokkurt skeið að auðvelda fólki enn frekar að velja rétta bílinn. Ekki er alltaf auðvelt fyrir almenning að nálgast upplýsingar um eyðslu og útblásturtölur bifreiða.

Til að mæta þörf almennings hefur Orkusetur nú sett upp aðgengilegt einkunnarkerfi á vefinn þar sem hægt er að sjá hvaða einkunn bifreiðin fær og um leið eyðslutölur og útblástursgildi.

Kerfið er einfalt og fylgir hefðbundnum orkueinkunnum þar sem A er besti flokkurinn með litla eldsneytisnotkun en G er versti flokkurinn þar sem nýtnin er slök. Litur fylgir þar sem umhverfisvænni bílar eru grænir og eldsneytishákarnir rauðir. Forsendur eru fengnar frá Umferðarstofnun Danmerkur og eru gerðar meiri kröfur til dísilbifreiða en bensínbifreiða.

Samkvæmt Evróputilskipunum eiga söluumboð nýrra bíla og opinberir aðilar að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi. Á því hefur verið misbrestur og er framtak Orkusetursins í þessu efni því bæði þarft og gott. Loks skal í þessu sambandi bent á ágæta breska heimasíðu þar sem þessar upplýsingar er að finna. Þar er einnig hægt að kalla upplýsingar um eyðslu og útblástur eftir tegundum og gerðum eða eftir tilteknum eyðslutölum. Sjá hér.