Hversu áreiðanlegur er bíllinn þinn?

JD Powers í Bandaríkjunum hefur rannsakað áreiðanleika bifreiða þar í landi af 2011 árgerðinni. Áreiðanleika rannsóknin byggir á svörum yfir 41 þúsund bíleigenda sem keyptu nýja bifreið af 2011 árgerðinni og hafa notað í yfir þrjú ár. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu frá október til desember 2013. Eigendur greina frá fjölda bilana á bílum sínum síðustu 12 mánuðina þ.e. á þriðja eignarárinu. Þetta er 25 árið sem þessi rannsókn er framkvæmd.

Áreiðanleikarannsókn J.D Power er byggð á reynslu eigenda bílanna og nær til 202 bilanaþátta, eða nær alls sem bilað getur í bíl. Bilanatilfellin eru síðan vegin saman og metin út frá tíðni þeirra miðað við hverja 100 bíla (PP100 ). Því færri stig sem bíll fær, þess betri er hann. Bílaframleiðendur hafa tekið mark á þessari könnun og endurbætt bíla sína í samræmi við niðurstöður könnunarinnar. Þá er könnunin jafnframt mikilvæg og leiðbeinandi fyrir neytendur sem eru í bílahugleiðingum. Bílarnir í rannsókninni eru að þessu sinni allir af árgerð 2011

Samkvæmt rannsókninni er meðaleinkuninn fyrir 2011 árgerðirnar 133 PP100 stig (vandamál á 100 bíla) samanborið við 126 PP100 stig fyrir 2010 árgerðirnar eða 6% aukning. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem meðaltals stigin hafa aukist á milli ára. Síðustu 15 árin jókst áreiðanleiki bíla en nú kemur þessi afturkippur.

Aukin bilanatíðni véla og skiptinga bætir 6 PP100 stigum við á milli ára. Verri gæði eru mest áberandi í bílum með 4ra sílindra vélum. Sama á við um stærri dísilvélar en vandamálum fækkar í bílum með 5 og 6 sílindra vélar.

Lexus traustastur

Lexus er með bestu niðurstöðuna í áreiðanleikarannsókn JD Powers þriðja árið í röð. Bilið á milli Lexus og allra hinna tegundanna er umtalsvert. Lexus er með 68 PP100 stig samanborið við 104 PP100 stig sem Mercedes-Benz er með í öðru sæti. Á eftir Mercedes-Benz í röðinni koma Cadillac (107), Acura (109) og Buick (112).

http://fib.is/myndir/JDPower214.jpg