„Hýrir“ bílar ársins

http://www.fib.is/myndir/Gay-straight.jpg

Alla skapaða hluti er hægt að rannsaka og kanna og árlega er kannað í Bandaríkjunum meðal lesbía og homma hvaða bílar höfða best til þeirra. Út úr þessu hefur svo orðið til listi yfir helstu lesbíu- og hommabíla Bandaríkjanna og nefnist hann -Top Gay Cars.

Þegar aðrir svipaðir listar eru skoðaðir þar sem hópar eins og t.d. tilteknar starfsstéttir, aldurshópar o.s.frv. hafa verið spurðir kemur hins vegar engin sérstök fylgni í ljós milli kynhneigðar fólks og bílasmekks. Sömu bílar koma nefnilega fyrir aftur og aftur í svörum og umfram allt sýnist meiri fylgni vera milli t.d. fjölskyldustærðar, menntunar og starfsumhverfis fólks og bílasmekks.

Bandarísk vefsíða sem nefnist Gaylife hefur sett saman lista yfir helstu homma- og lesbíubílana. Hann er svona:

The image “http://www.fib.is/myndir/Porsche-Cayman.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Porsche Cayman S
Sá besti fyrir homma á framabraut.

 
http://www.fib.is/myndir/BuickEnclave.jpg

Buick Enclave
Besti hommafjölskyldubíllinn.

 

 

http://www.fib.is/myndir/Scion.jpg

Scion tC (Toyota)
Besti bíllinn fyrir þá ungu.

 

 

The image “http://www.fib.is/myndir/VW-Eos.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

 

Volkswagen EOS
Besti bíllinn fyrir hina yngri og tískumeðvituðu sem búa í borgum.

 

 

The image “http://www.fib.is/myndir/Dodge-Charger.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

 

Dodge Charger
Sá besti fyrir hinn tískumeðvitaða sem býr utan borgar.

 

 

http://www.fib.is/myndir/SubaruForester.jpg

 

Subaru Forester
Bestur fyrir lesbíur með með börn og hund.

 

 

http://www.fib.is/myndir/Mercedesbenz.e320cdi.jpg

 

Mercedes Benz E320 BLUETEC
Bestur fyrir þá umhverfissinnuðu

 

 

http://www.fib.is/myndir/Cadillac-Escalade.jpg

 

Cadillac Escalade
Besti ferða- og sölumannabíllinn.

 

 

http://www.fib.is/myndir/Lexus_ls600.jpg

 

Lexus LS
Sá besti með tilliti til tækni, endingar og áreiðanleika.

 

 

http://www.fib.is/myndir/Mazda6.jpg

 

Mazda 6
Mest fyrir peninginn.

 

 

http://www.fib.is/myndir/Hyundai_sonata.jpg

 

Hyundai Sonata
Besti bíllinn fyrir dragdrottninguna.