Hyundai ætlar sér stóra hluti í rafbílasölu á næstu árum

Suður Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai hefur sett sér það markmið að 2025 nemi árleg rafbílasala Hyundai 560 þúsundum eintaka. Bílategundirnar Kona og Ioniq hafa notið vinsælda fram að þessu en nú eru væntanlegar fleiri rafdrifnar gerðir frá fyrirtækinu á næstu misserum.

Alls hafa nú eitt hundrað þúsund Hyundai Kona Electric verið seldir á alþjóðamarkaði frá því að salan hófst í júní fyrir tveimur árum.

Í lok síðasta mánaðar höfðu alls 103.719 rafdrifnir Kona verið seldir á alþjóðamörkuðum og er bíllinn einn mikilvægasti sölubíll Hyundai, sérstaklega í flokki rafbíla, þar sem meira en þrír fjórðu allra framleiddra Kona EV seljast utan heimalandsins.