Hyundai Getz uppfærður

The image “http://www.fib.is/myndir/HyundaiGetzutan.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hyundai Getz smábíllinn sem hannaður var í Evrópu og fyrir Evrópubúa og þeirra þarfir hefur nú verið uppfærður. Hinn nýi og breytti bíll var sýndur á Frankfurt bílasýningunni sem nú stendur yfir og lýkur á sunnudag. Sala á honum hefst á flestum markaðssvæðum Evrópu í næsta mánuði.
Þetta er fyrsta breytingin á Hyundai Getz síðan hann kom nýr árið 2002. Yfirbygging bílsins er breytt og innrétting sömuleiðis og er nú orðin enn notadrýgri en áður. En hið mikilvægasta er kannski að nú er ESP skrikvörn orðin staðalbúnaður og fjórar vélagerðir eru í boði, þrjár bensín og ein dísil. Minnsta vélin er 1100 rúmsm, 62 ha og með þrjá ventla við hvern strokk. Miðvélin er af nýrri gerð, 16 ventla, 1400 rúmsm, 97 ha.  Stærsta bensínvélin er svo 1600 rúmsm 106 ha og 16 ventla.
Loks kynnir Hyundai til sögunnar glænýja 1,5-lítra dísilvél. Sú er annaðhvort án túrbínu og þá 88 hö / 215 Nm eða með túrbínu og þá 110 hö/235 Nm.
Breytingar á ytra útliti sjást helst á nýju húddi og aðalljósum en innrétting er orðin önnur. Ný innréttingaefni eru komin til sögunnar með fjörlegu litavali, stýrið er leðurklætt, mælar og mælaborðslýsing er endurbætt og í útgáfunum með öflugri vélarnar eru hljómtækin fínni.
The image “http://www.fib.is/myndir/HyundaiGetzinnan.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ný innrétting í Hyundai Getz.