Hyundai innkallar hátt í 300 þúsund bíla vegna galla í öryggisbeltum

Hyundai Motor í Bandaríkjunum hefur hafið innköllun á um 300 þúsund bílum í Norður- Ameríku vegna galla í beltastrekkjurum. Innköllunin kemur í kjölfar þriggja tilkynninga þar sem slys hafa orðið á fólki þegar beltastrekkjarar í framsætum hafa sprungið við notkun.

Umrædd atvik hafa orðið í tegundum Accent og Elantra. Öryggisbeltastrekkjarar eru hluti af kerfinu sem læsir beltinu á sínum stað við árekstur til að veita farþegum aukna vernd.

Í september sagði Hyundai frá slysatviki sem upp kom í Elantra árgerð 2021 þar sem beltisspennir ökumanns var sagður hafa virkað óeðlilega og valdið því að málmbrot sköðuðu farþega. Hyundai hefur hafið ítarlega rannsókn á málinu