Hyundai IONIQ 6 í úrslitum í þremur flokkum World Car Awards

Hyundai IONIQ 6, sem kynntur verður hér á landi í sumar, keppir nú til úrslita í þremur flokkum í heimsmeistarakeppninni um titilinn Heimsbíll ársins 2023.

IONIQ 6 að auki tilnefndur sem rafbíll ársins og Hönnun ársins hjá World Car Awards. IONIQ 6 byggir á sama grunni (Electric-Global Modular Platform (E-GMP) og IONIQ 5, sem á síðasta ári var valinn Heimsbíll ársins, Rafbíll ársins og Hönnun ársins.

IONIQ 6 hefur þegar fengið afar jákvæð viðbrögð bílablaðafólks í fjölmörgum löndum og mikla athygli frá því hann var frumsýndur á síðasta ári.

Þannig hefur hann t.d. hlotið margvísleg verðlaun á undanförnum mánuðum, m.a. titilinn „Saloon of the Year“ hjá GQ Car Awards 2023 og „New Car of the Year“ á vegum Le Guide de l’auto.

Þá hefur bíllinn að auki hlotið fimm stjörnu vottun Euro NCAP og einkuninna „Bestur í sínum flokki“ í flokki stórra fjölskyldubíla í öryggisprófunum sama aðila.

Tilkynnt verður um sigurvega í World Car Awards 2023 í beinni útsendingu frá verðlaunaathöfninni, sem haldin verður í tengslum við alþjóðlegu bílasýninguna „New York International Auto Show“ sem fram fer þann 5. apríl.