Hyundai, Kia hyggst selja 7 milljón bíla 2012
Reuters fréttastofan greinir frá því í morgun að Hyundai Motor Co og dótturfyrirtækið Kia Motors Corp reikni með að selja um 7 milljón bíla á næsta ári, eða um hálfri milljón fleiri en á þessu ári. Þetta er haft eftir stjórnarformanni samsteypunnar.
Stjórnarformaðurinn sem heitir Chung Jin-haeng segir við Reuters að þetta muni hafast með því að keyra allar verksmiðjur fyrirtækjanna á fullum afköstum.
Flestar gerðir Hyundai og Kia sem sambærilegar eru á annað borð, byggja á sömu tækni. Eini munurinn er tengdur útliti og innréttingum. Þetta er svo vegna þess að Hyundai er ætlað að höfða fremur til eldri og ráðsettari kaupenda, en Kia til hinna yngri.