Í skoðun að banna nýskráningu bensín og dísel bíla árið 2028

Í uppfærðri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er í skoðun að banna nýskráningu fólksbifreiða, sendibifreiða og bifhjóla árið sem knúin er með jarðefnaeldsneyti 2028.

Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og skuldbundið sig til að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 55% samdrátt í samfélagslosun árið 2030 miðað við árið 1990. Frá árinu 2005 hefur losun á hvern einstakling dregist saman um 30%. Fram kemur í áætluninni að frekari árangur í loftslagsmálum velti á því að hér á landi sé nægt framboð af grænni orku.

Ákveðins mis­skiln­ings gæta um að ný­skrán­ing bens­ín- og dísil­bif­reiða verði óheim­il árið 2028

Í fyrirspurnartíma á Alþingi sl. þriðjudag sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, ákveðins mis­skiln­ings gæta um að ný­skrán­ing bens­ín- og dísil­bif­reiða verði óheim­il árið 2028. Þetta sagði ráðherra í svari við fyr­ir­spurn Bergþórs Ólason­ar, þing­manns Miðflokks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma.

Menn rak í rogastans

Eins og kom fram á mbl.is hóf Bergþór fyr­ir­spurn sína á því að rifja upp kynn­ingu ráðherr­ans frá því á föstu­dag á 150 áherslu­atriðum varðandi lofts­lags­mál. Í kynn­ing­unni hafi verið sagt frá því að ný­skrán­ing bens­ín- og dísil­bif­reiða yrði óheim­il árið 2028. „Ég hef heyrt í all­nokkr­um úr bíl­grein­inni síðan þessi kynn­ing fór í loftið og þar rak menn að því er virðist heilt yfir í rogastans.“

Spurði Bergþór Guðlaug hvernig þetta sam­rýmd­ist mark­miðum Evr­ópu­sam­bands­ins og hvort Íslend­ing­ar hefðu eitt­hvað tækni­legt for­skot sem gerði þetta raun­hæft, þannig að um væri að ræða skyn­sam­lega nálg­un, um­fram þær þjóðir sem meðal ann­ar fram­leiða bíla sem ekki eru knún­ir bens­íni eða díselol­íu.

Gott að fá fyrirspurnina svo hægt sé að leiðrétta

Guðlaug­ur fagnaði því að spurn­ing­unni hefði verið varpað fram og sagði ákveðinn mis­skiln­ing á ferðinni. Til út­skýr­ing­ar sagði hann til­lög­una ganga út á það að skoða hvaða af­leiðing­ar það hefði að flýta bann­inu frá ár­inu 2030 til árs­ins 2028. „Það er mjög gott að hæst­virt­ur þingmaður skyldi koma með fyr­ir­spurn­ina svo hægt sé að leiðrétta það,“ sagði Guðlaug­ur og bætti við:

„Hins veg­ar erum við Íslend­ing­ar vænt­an­lega í betri fær­um en flest­ir nema kannski Norðmenn þegar kem­ur að orku­skipt­um í bíl­um. Það er mik­il aukn­ing á raf­bíl­um í heim­in­um en marg­ar þjóðir eiga samt við þann vanda að etja að vera ekki með græna end­ur­nýj­an­lega orku til að búa til raf­magn. Það heyr­ir til und­an­tekn­inga ef við búum til raf­magn sem er ekki hreint.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins greinir frá málinu á Facebook og spyr hann sig hvað sé eiginlega að gerast? „Flest önnur þróuð lönd voru búin að átta sig á því að þetta væri algjörlega óraunhæft fyrir 2040/50. Bílaframleiðendur hafa viðurkennt það og lagað framleiðslu sína að því. Meira að segja hinn ágæti rafbílaframleiðandi Tesla gerir sér grein fyrir þessu. En ekki ríkisstjórn Íslands.