Í skoðun að Miklabraut fari í stokk

Á næstu vikum verður birt mat á fýsileika þess að setja Miklubraut í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Kaflinn sem hér um ræðir er um 1,5 km og eru hugmyndir um að stokkurinn verði á einni hæð á um 8-10 metra dýpi með tveimur akreinum í báðar áttir. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í samtali við Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóra Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í dag um málið.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur ennfremur fram að rætt hefur verið um að ofanjarðar verði ein akrein í hvora átt fyrir almenna umferð og tvær akreinar fyrir almenningssamgöngur og hæg umferð verði ofanjarðar.

Með þessu segir Þorsteinn að þá myndi fæði bílaumferðar breytast. Þá myndi stokkur bæta aðstæður á yfirborðinu, draga úr umferðarhávaða, ásamt því sem möguleikar til uppbyggingar á veghelgunarsvæðum myndu aukast. Umhverfisgæðin myndu í kjölfarið aukast til muna fyrir þá sem búa þarna í nálægð.

Þá kemur fram í umfjölluninni í Morgunblaðinu að það styddi uppbyggingu á Kringlusvæðinu ef Miklubraut færi í stokk norðan megin við Kringluna en það væri ekki forsenda byggingarinnar.

Umræða sem þessi er ekki ný af nálinni er fyrir röskum tíu árum síðan voru háværar raddir um að leggja Miklubraut í stokk.