Íbúafundur vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar

Nú fara framkvæmdir að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Á opnum íbúafundi um tvöföldun brautarinnar, 13. mars nk., verður farið yfir framkvæmdir á svæðinu lið fyrir lið en framkvæmdirnar munu hafa áhrif á umferð og annað á svæðinu á meðan þær standa yfir. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg kl. 17:30 - 18:30 

Dagskrá fundar:

  • Inngangur fundarstjóra. Helga Ingólfsdóttir 
  • Kynning á gatnaframkvæmdum. Baldvin Einarsson @ Efla verkfræðistofa
  • Kynning á veituframkvæmdum (Landsnet, Vatnsveita Hafnarfjarðar, HS Veitur, Veitur). Gísli Ó. Valdimarsson @ VSB verkfræðistofa
  • Fyrirspurnir og umræða 


Fundarstjóri er Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar

Búið er að bjóða út tvöföldun brautarinnar frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót og tengd verk sem snúa að breytingum á lögnum veitufyrirtækja. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist með vorinu og verði að fullu lokið síðla hausts 2020.

Verkið er samvinnuverkefni Vegagerðar og Hafnarfjarðarbæjar. Beint streymi verður frá fundi á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar.